„Mér fannst við vera búnir að vera betri í leiknum og það var extra sætt að klára þetta í lokin,“ sagði Georg Bjarnason, fyrirliði Víkinga eftir 2-1 sigur liðsins á Fylki í úrslitum Bikarsins í 2. flokki karla í dag.
Það var Benedikt Daríus Garðarsson sem kom Fylki yfir um miðjan fyrri hálfleikinn en þeir Georg Bjarnason og Þórir Rafn Þórisson tryggðu Víkingi sigur með mörkum undir lok leiksins.
„Í fyrri hálfleik var leikurinn lokaður og við vorum mikið í löngum boltum en mér fannst baráttan hjá okkur meiri í dag og það skilaði sér.“
„Það tók sinn tíma að jafna sig á markinu sem við fengum á okkur en við erum búnir að gera þetta í öllum bikarleikjunum í sumar og við þekkjum þetta og gefumst aldrei upp.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.