Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, var að vonum súr eftir 3-2 tap gegn Blikum í dag. Sigurmark Breiðabliks kom í blálokin.
,,Þetta er verulega svekkjandi en þessi tvö mörk eru einu mörkin sem við höfum fengið á okkur í uppbótartíma í allt sumar,“ sagði Kristján.
,,Það er ferlega vont að fá þau á sig núna. Í bæði skiptin eigum við auðveldlega að verjast þessu. Í Hafnafirði eigum við að koma boltanum mun betur frá okkur og núna eigum við ekki að vera að brjóta þarna.“
,,Þetta var allt of þungur leikur hjá okkur, við erum of þungir en komumst samt tvívegis yfir.“