Ari Leifsson, ungur leikmaður Fylkis, var ánægður í dag eftir 2-1 sigur liðsins á ÍR. Fylkir tryggði sér sigur í Inkasso-deildinni með sigrinum.
,,Þetta var virkilega sætt, það er ennþá skemmtilegra að vinna svona leiki á lokamínútunum,“ sagði Ari.
,,Þetta er smá djúpa laugin sem maður fór í en þetta er bara gaman og maður bætir sig á þessu.“
,,Það er þvílíkur munur á öðrum og meistaraflokk, þetta var mjög fínt og ógeðslega gaman að fá að taka þátt í þessu.“