Albert Brynjar Ingason, leikmaður Fylkis, gat brosað í dag eftir 2-1 sigur á ÍR í dag. Fylkir tryggði sér titilinn í Inkasso-deildinni með sigrinum.
,,Ég var einmitt að segja það við Börk fyrir leikinn að það væri öðruvísi tilfinning að fara í þennan leik en leikinn í fyrra þó spennustigið hafi verið svipað hátt,“ sagði Albert.
,,Á 70. mínútu heyrði maður fögnuð og bikarinn í Árbæinn svona og þá vissi maður að úrslitin væru að falla eitthvað með okkur.“
,,Við vildum þetta svo ógeðslega mikið og við höfum verið með Pepsi-deildar stuðning í allt sumar.“
,,Ég heyrði ekki spurninguna!“ sagði Albert við blaðamann en hann fékk bikarinn afhentan í miðju viðtali.