„Mér fannst við leysa þetta verkefni bara vel í dag,“ sagði Elín Metta Jensen, framherji íslenska landsliðsins eftir 8-0 sigur liðsins á Færeyjum í kvöld.
Það voru þær Elín Metta Jensen, Gunnhildur Yrsa Sigurðardóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir sem skoruðu mörk Íslands í leiknum.
„Það voru fínir leikmenn þarna og ég vil ekki tala illa um Færeyjar og ég hugsa að þær gætu alveg plummað sig vel í Pepsi-deildinni. Það er öðruvísi að spila þegar lið liggja svona mikið tilbaka en við héldum skipulagi og gerðum það sem þjálfarinn bað okkur um að gera í dag.“
„Mér líður mjög vel fremst á vellinum. Ég hef vaxið mikið í þessari stöðu með félagsliði mínu og það var frábært að fá tækifæri til þess að spila þarna með landsliðinu í kvöld. Mér finnst ég sjaldan hafa spilað jafn vel í sumar og alltaf gott þegar að maður er að bæta sig.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.