Arnar Már Björgvinsson, leikmaður Fylkis, var að vonum glaður í dag eftir 6-0 sigur liðsins á Haukum. Fylkir hefur tryggt sér sæti sitt í Pepsi-deildinni.
,,Helgi orðaði það mjög vel. Fólk hefur óskað okkur til hamingju alla vikuna og maður er svona.. Já takk en núna er þetta komið,“ sagði Arnar.
,,Þetta sumar hefur ekki verið eins og ég vonaðist eftir. Lenti í leiðinlegum meiðslum en það er fínt að rífa sig í gang undir lokin.“
,,Mér finnst mjög fyndið hvað pressan var einskorin við Fylki þar sem Keflavík hrúgaði inn leikmönnum og Þróttur hrúgaði inn leikmönnum en Fylkir hélt sínum kjarna.“