Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fyrirliði Fylkis, gat fagnað í dag eftir 6-0 sigur liðsins á Haukum. Fylkismenn tryggðu þar með sæti sitt í efstu deild á ný.
,,Eftir seinasta leik var þetta 98% og maður var bakvið eyrað alltaf að hugsa að þetta væri ekki komið,“ sagði Ásgeir.
,,Sumarið hefur verið frábært, ég var að segja það áðan að þetta hefur ekki bara verið gott sumar fyrir klúbbinn heldur marga leikmenn í þessu liði.“
,,Svona er lífið. Þetta gerðist og við þurftum að tækla það og mér fannst við gera það á góðan máta. Það er ekkert gefið að fara strax upp eftir að hafa fallið niður.“
,,Það er leiðinlegt að segja en vonandi misstígur Keflavík sig í lokaumferðinni og við klárum okkar.“