Glódís Perla Viggósdóttir, segir að leikmenn íslenska kvennalandsliðsins séu búnar að hrista vonbrigðin á EM í sumar úr sér.
Ísland hefur leik í undankeppni HM á mánudaginn er liðið fær Færeyjar í heimsókn á Laugardalsvöll.
,,Við erum búnar að losa okkur við EM og ætlum að horfa fram á við og erum spenntar fyrir verkefninu á mánudaginn,“ sagði Glódís.
,,Þetta er frábært verkefni fyrir okkur akkúrat núna. Það mun reyna á okkur andlega og við og við fáum að spila þar sem við stöndum fyrir og fyrir okkur og erum ótrúlega spenntar.“
,,Við ætlum að vera þolinmóðar og spila okkar leik og þá munu mörkin detta inn.“