Jón Ragnar Jónsson, leikmaður FH, gat brosað í kvöld eftir ótrúlegan 4-2 sigur liðsins á Víkingi Reykjavík. Jón komst sjálfur á blað en er þó ekki viss um hvort það hafi verið sjálfsmark eða ekki.
,,Robbi í markinu þekkir mig. Ég reyni alltaf að þrýsta honum niðri. Þetta var þrýstingur niðri/fyrirgjöf á fjær sem fór í gaur og inn. Þið verðið að dæma um þetta. Ég væri alveg til í að vera kominn með tvö mörk í efstu deild,“ sagði Jón.
,,Þetta var alveg galið dæmi. Við mættum ekki fyrstu 20 eða hvað sem þetta var. Ég man ekki hvenær við skoruðum fyrsta markið.“
,,Við vorum mikið á hælunum og lélegir að vinna seinni bolta og þeir refsuðu okkur. Svo koma þessar mínútur sem ég hef ekki upplifað sjálfur. Fjögur mörk á 8 mínútum. Eitt mesta pepp sem ég hef upplifað.“