„Það tók smá tíma að jafna sig eftir EM en núna er bara ný keppni að byrja og það eru ný markmið,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir, leikmaður íslenska landsliðsins á æfingu liðsins í dag.
Ísland mætir Færeyjum mánudaginn 18. september næstkomandi en þetta er fyrsti leikur liðsins í undankeppni HM.
„Við erum með Þýskalandi í riðli og það er klárt mál að þær sigurstranglegastar í riðlinum og síðan verðum við bara að reyna bítast um þetta annað sæti og það gefur okkur umspil.“
„Við erum komnar með leið á þessu EM, en það væri geggjað að komast á HM. Við höfum aldrei verið nálægt því að komast þangað og það væri bara alveg nýtt fyrir okkur.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.