Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var að vonum sáttur með stigin þrjú sem liðið fékk í 1-0 sigri á Breiðabliki í kvöld.
,,Þetta voru þrjú stig eins og hver leikur gefur þannig ég er mjög sáttur við það,“ sagði Ólafur.
,,Blikarnir áttu mjög mjög vænlegar sóknir í fyrri hálfleik, nokkuð margar meira að segja en þeir fóru illa að ráði sínu í þeim.“
,,Við vorum að tapa boltanum klaufalega og ekki hlaupa til baka. Við fórum í grunnvinnu í hálfleik sem þarf að vera í fótbolta.“
Ólafur var svo spurður að langri spurningu af fréttamanni og svaraði á skemmtilegan hátt.
,,Þetta var svo löng spurning ég er nú búinn að gleyma henni!“ svaraði Ólafur með bros á vör.