Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, er spenntur fyrir komandi átök en lokakaflinn í Pepsi-deild karla fer nú að hefjast.
,,Við höfum verið að skerpa okkar á okkar leik, forminu og taktískar áherslur,“ sagði Óli Stefán.
,,Ég ætla að vera þessi leiðinlegi og segja bara einn leik í einu. Við eigum FH á sunnudaginn og þurfum að vera á tánum.“
,,Við höfum verið full fókuseraðir allan tímann. Við fórum í gegnum erfiðan kafla og við lærðum mikið og þroskuðumst.“
,,Ef þú horfir á heildina hjá okkur þá var markmiðið að staðsetja okkur vel í þessari deild og búa til alvöru Pepsi-deildar lið og ég held að við séum á góðri leið með það.“