,,Við höfum æft mjög stíft, sérstaklega fyrri vikuna,“ sagði Milos Milojevic þjálfari Breiðabliks í samtali við 433.is í dag.
Blikar eiga veika von á Evrópusæti en liðið á þó eftir nokkra erfiða leiki.
,,Þangað til að það er ekki lengur möguleiki þá gefumst við ekki upp, ef frammistaða okkar er góð þá er ég viss um að niðurstaðan verður góð. Það eru 15 stig í pottinum og ég hugsa að lið sem verður með 34 stig verði í Evrópusæti. Við getum tekið þessi 10 stig sem eru nauðsynleg.“
Samningur Milos við Breiðablik rennur út í lok tímabils, verður hann áfram í Kópavoginum?
,,Við erum ekki komin á það stig að ræða það, ég vil klára tímabilið og sjá svo til. Það er ekkert stress, ég er klár í að hlusta á þá.“
Viðtalið er í heild hér að ofan og neðan.