Sverrir Ingi Ingason var hress eftir leik Íslands og Úkraínu í kvöld en Ísland vann 2-0 sigur á Laugardalsvelli.
,,Þetta er mikil tilhlökkun að fá að spila sinn fyrsta mótsleik. Maður hefur beðið þolinmóður eftir sínu tækifæri,“ sagði Sverrir.
,,Fyrri hálfleikur var tíðindalítill. Bæði lið voru að að þreifa fyrir hvort öðru og mikilvægur leikur fyrir bæði lið.“
,,Við náum inn marki snemma í seinni hálfleik og eftir það fannst mér við taka öll völd á leiknum.“
,,Þetta eru tveir frábærir leikmenn (Konoplyanka og Yarmolenko) og hafa verið aðallega þeirra trigger í sóknarleiknum og við fórum vel yfir það.“