Kári Árnason, leikmaður landsliðsins, var ekki í byrjunarliðinu í kvöld í 2-0 sigri á Úkraínu í undankeppni HM.
Kári segist ekki vita ástæðuna algjörlega en hann gaf sig allan í leikinn gegn Finnum.
,,Þetta var mjög jákvætt og sérstaklega í ljósi úrslita í riðlinum. Við erum komnir í sömu stöðu og við vorum í,“ sagði Kári.
,,Þið verðið að spyrja Heimi af hverju ég spilaði ekki. Ég gaf allt í þennan Finna leik og var kominn í vængbakvörð í lok leiks. Það er skiljanlegt að hann hafi viljað ferskar lappir.“
,,Það er leiðinlegt að vera ekki inná og að horfa á þetta og að fá ekki að vera með. Það skiptir engu, ég var klár á bekknum.“