,,Það var smá fýla á laugardaginn en nú er bara að einbeita sér að næsta leik,“ sagði Kristján Flóki Finnbogason framherji FH í samtali við 433.is í dag um tapið í bikarúrslitum á laugardag.
FH mætir Braga frá Portúgal í Evrópudeildinni á fimmtudag en um er að ræða fyrri leik liðanna og fer hann fram í Kaplakrika.
Sigurvegarin í þessu einvígi fer áfram í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.
,,Ég sé fina möguleika, ef við mætum klárir til leiks þá ættum við að geta náð í úrslit. Þeir eru klárlega sterkari en við en við þurfum að sýna í varnarleiknum að reyna að halda núllinu og reyna að punga út einu marki.“
Kristján hefur verið frábær í sumar en hann er ekki byrjaður að hugsa lengra en að standa sig með FH.
,,Tímabilið hefur verið gott, það hefur gengið vel. Ég er bara að einbeita að mér að leikjunum og að standa mig hér.“
Viðtalið er í heild hér að ofan og neðan.