Sindri Snær Magnússon, leikmaður ÍBV, gat brosað á Laugardalsvelli í dag eftir 1-0 sigur á FH í úrslitum Borgunarbikarsins.
,,Tilfinningin er yndisleg. Þetta er ógeðslega gaman. Þetta er bara alltof góð tilfinning,“ sagði Sindri.
,,Við vildum koma þeim aðeins á óvart og mér fannst við gera það í fyrri hálfleik. Við vorum töluvert sterkari og héldum boltanum vel á köflum.“
,,Kristján talaði við mig á fimmtudaginn og sagðist vera með þessa hugmynd í kollinum og svo var staðfest í gær að ég myndi prófa nýja stöðu.“
,,Þetta er besta fólk í heimi þegar kemur að stuðningi. Eyjamenn eru geggjaðir og standa saman.“