,,Við þurfum að ná upp svipuðum leik og móti Val til að loka þessum leik,“ sagði Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH fyrir úrslit bikarsins á laugardag.
Eyjamenn verða andstæðingar FH en FH hefur ekki unnið bikarinn síðan 2010 sem telst langur tími á þeim bænum.
,,Við þurfum sóknarlega séð að halda uppi hraða og opna þá með því að færa frá vinstri yfir til hægri og öfugt, það er lykilinn að þessu.“
,,Ég held að geti sagt það að hafi verið stígandi, við byrjuðum mótið ekki vel en höfum undanfarið verið að ná í úrslit. Það hefur verið stígandi, við getum gert betur.“
,,Þetta er okkar besti möguleiki á titli.“
Viðtalið er í heild hér að ofan og neðan.