Vincent Kompany, leikmaður Manchester City, var hress í dag eftir 3-0 sigur liðsins á Manchester City í Ofurleiknum á Laugardalsvelli.
Kompany ræddi við blaðamenn eftir leikinn og á meðal annars um nýtt kerfi sem liðið er að spila.
,,Við tökum ekki of mikið úr þessu. Við erum tilbúnir því við höfum æft vel en við höfum ekkert til að sýna fyrir það þessa stundina,“ sagði Kompany.
,,Öll leikkerfi henta okkur. Við erum atvinnumenn og þroskaðir leikmenn. Við aðlögumst.“
,,Ég hef spilað mörg kerfi á ferlinum og ég vil ekki venjast bara einu kerfi. Þetta er gott kerfi því við erum með gæðin til að spila öll kerfi.“
,,Það var gott að spila á Íslandi. Þetta er eðlilegur ferðastaður fyrir okkur en síðan á EM kemur fólk hingað vegna fótboltans.“
,,Ég væri til í að koma aftur. Við heyrum að það sé mikið að sjá. Við höfðum ekki tíma til að skoða náttúruna og þannig núna.“