Logi Ólafsson, þjálfari Víkings R, var vonsvikinn með frammistöðu sinna manna í 3-0 tapi gegn KR í kvöld.
,,Frammistaðan var fyrst og fremst vonbrigði. Sérstaklega í fyrri hálfleik er við gefum tvö mörk og það er vonbrigði að þetta skuli vera framlag okkar í fyrri hálfleik,“ sagði Logi.
,,Það var virkilega góð stemning á æfingu og fyrir leikinn og menn ætluðu að selja sig dýrt hér en varnarleikurinn verður okkur að falli.“
,,Það er ekkert svo mikill munur á að spila gegn 4-4-2 eða vera með einn mann í holuni.“