fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
433

Freyr um vítaspyrnudóminn: Þetta er rugl

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 18. júlí 2017 22:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, var ánægður með stelpurnar í kvöld þrátt fyrir tap gegn Frökkum í fyrsta leik.

Ísland spilaði mjög góðan leik í kvöld þrátt fyrir tap og var spilamennska liðsins mjög jákvæð.

,,Núna er ég að berjast við það að halda einbeitingunni á jákvæðu hlutunum. Öll íslenska þjóðin er svekkt með þessa stóru ákvörðun sem réði úrslitum í dag,“ sagði Freyr.

,,Við fengum þau tækifæri sem við töluðum um. Við fengum þrjá risastóra sénsa sem við eigum að klára og eigum að fá vítaspyrnu, ef þetta var vítaspyrna í seinni hálfleik.“

,,Ég er stoltur en samt svekktur. Stelpurnar eru þreyttar, svekktar og sárar en samt stoltar.“

,,Við verðum að leyfa þeim að flakka næstu tímana og svo ná fókus.“

Ísland tapaði leiknum á vítaspyrnu en Elín Metta Jensen var dæmd brotleg. Freyr var allt annað en sáttur.

,,Ég get sagt þér það að ef það er hægt að dæma á þetta þá þarftu að dæma 20 vítaspyrnur í leik. Ég vil ekki segja meira um þetta. Við viljum ekki að dómararnir ráði úrslitum í leikjum.“

,,Hún er ekki skúrkurinn. Það kemur ekki til greina, ég skal frekar vera skúrkurinn. Þetta er bara bull, dómarinn sem dæmdi þetta víti. Það er ekki hægt að dæma víti á þetta, þetta er rugl og Elín Metta ber enga ábyrgð á þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Real Madrid óttast það bara að einn leikmaður fái leikbann fyrir Arsenal leikinn

Real Madrid óttast það bara að einn leikmaður fái leikbann fyrir Arsenal leikinn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fjórir aðilar á Íslandi sýknaðir – Voru grunaðir um að hagræða úrslitum leiks síðasta sumar

Fjórir aðilar á Íslandi sýknaðir – Voru grunaðir um að hagræða úrslitum leiks síðasta sumar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Viðurkennir að fjarvera Glódísar sé áfall – „Þurfum bara að takast á við það“

Viðurkennir að fjarvera Glódísar sé áfall – „Þurfum bara að takast á við það“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Enn vel mögulegt að Salah taki þetta framandi skref í sumar

Enn vel mögulegt að Salah taki þetta framandi skref í sumar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu nýjustu klippuna frá Bestu deildinni – Afar vandræðaleg lyftuferð

Sjáðu nýjustu klippuna frá Bestu deildinni – Afar vandræðaleg lyftuferð
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Jón Þór: „Þetta er staðurinn sem við viljum vera á“

Jón Þór: „Þetta er staðurinn sem við viljum vera á“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fór í sögubækurnar með ljótu broti gegn Liverpool í gær

Fór í sögubækurnar með ljótu broti gegn Liverpool í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Komu myndavél inn í herbergi frægra manna er þeir stunduðu kynlíf – Þetta sagði einn við konuna í miðjum klíðum

Komu myndavél inn í herbergi frægra manna er þeir stunduðu kynlíf – Þetta sagði einn við konuna í miðjum klíðum