Gunnar Heiðar Þorvaldsson, leikmaður ÍBV, hefði viljað meira en eitt stig í Pepsi-deildinni í kvöld er liðið gerði 1-1 jafntefli við Breiðablik.
,,Ég er aldrei sáttur við eitt stig. Ég hefði viljað þrjú stig og ég vil vinna alla leiki heima,“ sagði Gunnar.
,,Við vorum bara ekki nógu góðir í fyrri hálfleik. Við vorum milljónum sinnum betri í seinni hálfleik en maður hefði viljað pota inn einu í viðbót.“
,,Bæði liðin reyndu að spila fótbolta og þetta var fín barátta. Færeyski dómarinn leyfði svolítið mikið, það var gaman að sjá það.“