Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur með úrslit kvöldsins í Evrópudeildinni en Stjarnan tapaði 1-0 gegn Shamrock Rovers.
,,Ég er frekar fúll með þetta. Það var óþarfi að tapa þessu og svekkjandi að nýta ekki þessi móment í leiknum til að skora á þá,“ sagði Rúnar.
,,Við fengum fullt af góðum stöðum til að skapa okkur færi sem við gerðum ekki og vorum klaufar. Svo fáum við mark á okkur úr föstu leikatriði sem á ekki að gerast.“
,,Eftir að þeir skora fengum við fín upplhlaup og sköpuðum okkur fínar stöður, það sama gerist síðasta hálftímann í leiknum, þá eigum við bara leikinn.“
,,Ég met möguleikana mikla. Við vitum alveg hvað við erum að fara,“ sagði Rúnar um seinni viðureignina.