Grindavík vann gríðarlega mikilvægan sigur í Pepsi-deild karla í kvöld er liðið spilaði við ÍBV.
Grindavík er í öðru sæti deildarinnar eftir átta umferðir en liðið er tveimur stigum á eftir toppliði Vals.
Það var mikið fagnað í klefanum hjá Grindavík eftir leik enda stemningin í hópnum frábær þessa stundina.
Aron Freyr Róbertsson mun seint gleyma deginum í dag en hann þurfti að láta klippa af sér taglið eftir leikinn í dag.
Veðmál var gert fyrir mót um að liðsfélagar Arons mættu klippa hárið á honum ef liðið væri með 15 stig eða meira eftir átta umferðir.
Sjón er sögu ríkari!