„Þetta var bara mjög svekkjandi,“ sagði Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks eftir 1-2 tap liðsins gegn Breiðablik í kvöld.
Það var Hrvoje Tokic sem kom Blikum yfir strax á 5 mínútu áður en Einar Karl Ingvarsson jafnaði metin fyrir Valsmenn í upphafi síðari hálfleiks.
Bjarni Ólafur Eiríksson tryggði Valsmönnum svo öll þrjú stigin í leiknum með marki í uppbótartíma og lokatölur því 2-1 fyrir Valsara.
„Það er gríðarlega svekkjandi að tapa þessa á síðustu spyrnu leiksins en ef við lærum af þessu þá er það jákvætt. Við náðum ekki að spila boltanum í seinni hálfleik og það var ekki planið.“
„Við reyndum að breyta þessu með því að setja inn ferskan miðjumann, þeir skora svo og þá dettum við í gírinn og mér fannst við líklegri síðustu tuttugu mínúturnar en við gleymum okkur í eina sekúndu og fáum það í andlitið.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.