„Þetta var gríðarlega sætt,“ sagði Bjarni Ólafur Eiríksson, leikmaður Vals eftir 2-1 sigur liðsins á Breiðablik í kvöld.
Það var Hrvoje Tokic sem kom Blikum yfir strax á 5 mínútu áður en Einar Karl Ingvarsson jafnaði metin fyrir Valsmenn í upphafi síðari hálfleiks.
Bjarni Ólafur Eiríksson tryggði Valsmönnum svo öll þrjú stigin í leiknum með marki í uppbótartíma og lokatölur því 2-1 fyrir Valsara.
„Við byrjum leikinn mjög illa og erum að tapa boltanum klaufalega á hættulegum stöðum. Við hins vegar náum að laga það í seinni hálfleik og þá gekk þetta betur hjá okkur fannst mér.“
„Við ætluðum að koma í veg fyrir slys í byrjun en það var líka ágæt vakning fyrir okkur að fá þetta mark á sig svona snemma.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.