„Það er margt jákvætt sem við getum tekið út úr þessum leik,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins eftir 1-0 tap gegn Brasilíu í kvöld.
Það var Marta, sóknarmaður Brasilíu sem skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik og lokatölur því 1-0.
Þetta var síðasti leikur íslenska liðsins fyrir EM í Hollandi sem hefst þann 16. júlí næstkomandi.
„Planið var aldrei að hanga í vörn, við byrjum á hápressu sem gekk mjög vel og við gáfum þeim engin svæði til þess að spila í en svo dregur aðeins af okkur í seinni hálfleik.“
„Það var frábært að fá tvo æfingaleiki svona rétt fyrir EM. Það er margt jákvætt sem við getum tekið út úr þessum tveimur leikjum.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.