„Það hefði verið ótrúlega gaman að taka sigur hérna í kvöld,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins eftir 1-0 tap gegn Brasilíu í kvöld.
Það var Marta, sóknarmaður Brasilíu sem skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik og lokatölur því 1-0.
Þetta var síðasti leikur íslenska liðsins fyrir EM í Hollandi sem hefst þann 16. júlí næstkomandi.
„Þessi leikur reyndi mikið á okkur varnarlega þannig að það var gott að fá þennan leik eftir Íra leikinn þar sem reyndi aðeins meira á okkur og við náum að halda aftur af þeim nánast allan leikinn.“
„Við erum ótrúlega spenntar fyrir EM og ætlum að nota núna næstu þrjár vikur til þess að skerpa hluti og við verðum ennþá klárari í slaginn þegar að við hittumst hérna í byrjun júlí.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.