„Það var kominn tími á þetta og það að halda núllinu á móti svona góðu liði gerir þetta extra sætt,“ sagði Kári Árnason, varnarmaður íslenska landsliðsins eftir 1-0 sigur liðsins á Króötum í kvöld.
Það var Hörður Björgvin Magnússon sem skoraði eina mark leiksins á 89 mínútu og lokatölur því 1-0 fyrir Ísland.
Liðið fer því í 13 stig í I-riðli og er nú jafnt Króötum að stigum þegar sex leikir eru búnir að riðlakeppninni.
„Við erum með gríðarlega sterkan bekk, Ari hefur staðið sig frábærlega. Höddi kemur inn og stendur sig frábærlega. Hann er kannski með meiri hæð og sterkari í föstum leikatriðum og á endanum vinnur það leikinn sem er auðvitað frábært.“
„Mandzukic er frábær leikmaður og það er alltaf erfitt að klást við þannig leikmenn. Hann er stór og sterkur en Birkir var með hann í vasanum allan leikinn.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.