Aron Sigurðarson, leikmaður íslenska landsliðsins, er spenntur fyrir komandi verkefni á sunnudaginn er Ísland mætir Króatíu.
,,Stemningin í hópnum er mjög góð, allir eru spenntir og staðráðnir í því að taka Króatana á heimavelli,“ sagði Aron.
,,Ég er klár, ég er í góðu formi og hef spilað mikið og yes sir, ég er klár.“
,,Þetta er annað verkefnið í röð sem ég er í. Það hefur ekkert komið mér á óvart, ég vissi að þetta væri mjög professional.“
,,Ég met möguleikana góða. Við erum með mjög sterkt lið og það hjálpar að spila á heimavelli.“