Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, viðurkenndi það að sínir menn hafi ekki átt neitt skilið í kvöld er liðið mætti Víkingi Reykjavík og tapaði 2-1.
,,Við hleypum þeim inn í leikinn, við vorum að reyna að þétta pakkann en sóknarlega var ekkert að frétta, við gátum ekki haldið boltanum,“ sagði Ágúst.
,,Seinni hálfleikurinn var jafn lélegur og fyrri hálfleikur og það lá í loftinu að þeir myndu klára þetta.“
,,Við ætluðum að vera þéttir og halda núllinu og hver og einn átti að vinna fyrir hvern annan og þeir gerðu það ágætlega á köflum.“