Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, er ekki að missa sig þó að liðið deili toppsæti Pepsi-deild karla þessa stundina.
Óli og félagar mættu KR á útivelli í dag og nældu í 1-0 útisigur eftir vítaspyrnu undir lokin.
,,Ég ætla að segja þetta svona. Tilfinningin er mjög góð að hafa náð í þrjú stig en ég er lítið að velta því fyrir mér hvar við erum í töflunni í dag,“ sagði Óli.
,,Ég hef lengi sagt það að við stefnum á þessi 22 stig. Þetta voru 3 virkilega sterk stig í dag og ég fagna því fyrst og síðast.“
,,Við vorum búnir að leggja þennan leik ofboðslega vel upp. Við vorum búnir að stoppa þeirra flæði inn á síðasta þriðjung og mér fannst við gera það mjög vel.“
,,Ég skil pirringinn. Ég veit að fjórði dómarinn dæmdi þetta og hann gerði það vel því þetta var klárt brot,“ sagði Óli um vítaspyrnudóminn seint í leiknum.
Nánar er rætt við Óla hér fyrir ofan og neðan.