Frábær mæting á magnaðan fund um konur og fjölmiðla
Enn vantar töluvert upp á að sýnileiki kvenna á þessum vettvangi endurspegli samfélagið eins og það er í raun. Á fundinum kom meðal annars fram að ef þróunin héldi áfram með sama hraða og verið hefur undanfarna áratugi mun jöfnu hlutfalli ekki náð fyrr en árið 2095.
Sérlegur heiðursgestur fundarins var Mary Hockaday frá BBC. Hún hefur starfað hjá breska ríkisútvarpinu í rúm 30 ár og leiðir nú þróun og uppbyggingu hjá BBC World Service. Hulda Bjarnadóttir og Danielle Neben hjá FKA, Marta María Jónasdóttir, Haraldur Johanessen og Anna Lilja Þórisdóttir frá Árvakri og Þórey Vilhjálmsdóttir töluðu einnig á fundinum en erindi þeirrar síðastnefndu, sem fjallaði um lekamálið svokallaða, þótti sérlega áhrifamikið.
Fundargestir lögðu glaðir sitt af mörkum og stilltu sér upp þegar ljósmyndari Birtu mætti til leiks enda einróma um að fjölmiðlar ættu að endurspegla raunveruleika samfélagsins.