Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með sína menn í dag eftir góðan 3-1 sigur á Fjölni í Grafarvogi.
,,Þetta gekk vel í dag þó að við höfum ekki spilað okkar besta leik en við vorum þéttir og skipulagðir,“ sagði Rúnar.
,,Við erum að mæta sterku liði Fjölnis með sama byrjunarlið og vann FH þannig að við erum að mæta spræku liði.“
,,Framherjarnir eru búnir að skora helling af mörkum í deildinni og hafa tekið þátt í að skora mörkin ásamt fleirum.“
Stuðningsmenn Fjölnis gerðu grín að Sigga Dúllu, liðsstjóra Stjörnunnar, fyrir leik en Rúnar hafði ekki heyrt af því.
,,Þú segir mér fréttir. Ég hafði ekki hugmynd um það. Þeir verða að eiga það við sjálfa sig, það er ekki fallegt af þeim.“
Meira:
Mikil reiði út í stuðningsmenn Fjölnis – Gerðu grín að holdafari Sigga Dúllu
Nánar er rætt við Rúnar hér fyrir ofan og neðan.