„Mér fannst við spila feikilega vel, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR eftir 1-2 tap liðsins gegn Val í kvöld.
Það var Guðjón Pétur Lýðsson sem kom Val yfir áður en Sigurður Egill Lárusson tvöfaldaði forystu heimamanna undir lok fyrri hálfleiks. Tobias Thomsen minnkaði muninn fyrir gestina undir lok leiksins en lengra komust þeir ekki og lokatölur því 2-1 fyrir Valsara.
„Þegar að við klikkum á þessu víti þá einhvernvegin þá ná þeir að komast á bakvið okkur og þeir fóru illa með okkur og bæta við marki og gera þetta ennþá erfiðara fyrir okkur.“
„Hann var kol rangstæður en um leið er þetta bara lexía fyrir okkur. Við eigum ekki að stoppa heldur eigum við að halda áfram að hlaupa og fylgja manninum eftir.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.