„Þeir mættu grimmari en við til leiks en við erum með góð vopn innan okkar raða,“ sagði Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals eftir 2-1 sigur liðsins gegn KR í kvöld.
Það var Guðjón Pétur Lýðsson sem kom Val yfir áður en Sigurður Egill Lárusson tvöfaldaði forystu heimamanna undir lok fyrri hálfleiks. Tobias Thomsen minnkaði muninn fyrir gestina undir lok leiksins en lengra komust þeir ekki og lokatölur því 2-1 fyrir Valsara.
„Þeir eru með hörkulið með mjög öfluga leikmenn og við vissum það að þegar að þeir komast af stað þá eru þeir hættulegir og við vorum alveg viðbúnir því.“
„Við byrjuðum illa í fyrra en eftir fyrstu leikina vorum við á pari en núna erum við að byrja vel og við viljum vinna alla leiki sem við spilum á heimavelli.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.