„Ég held að ég hafi spilað alla tapleiki félagsins gegn FH þannig að ég er hrikalega sáttur,“ sagði Þórður Ingason, fyrirliði Fjölnis eftir 2-1 sigur liðsins gegn FH í kvöld.
Ivica Dzolan kom Fjölni yfir í fyrri hálfleik áður en Emil Pálsson jafnaði metin fyrir heimamenn á 66 mínútu. Það var svo Þórir Guðjónsson sem skoraði sigurmark Fjölnis á 81 mínútu og þar við sat.
„Þetta gekk vel í dag. Við spiluðum sem lið og vorum að berjast fyrir hvorn annan. Þetta var kannski alveg samba bolti alltaf en við náðum góðum spilköflum inn á milli og þetta var bara frábært.“
„Þeir fengu engin opin færi í leiknum þannig séð og þetta gekk fullkomlega upp hjá okkur í dag.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.