„Það var bara frábært að taka þrjú stig hérna og koma sér inn í mótið,“ sagði Þórður Ingason, fyrirliði Fjölnis eftir 1-0 sigur liðsins á Breiðablik í kvöld.
Það var Hans Viktor Guðmundsson, varnarmaður Fjölnis sem skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik þegar skot Igor Jugovic fór af honum og í markið og lokatölur því 1-0 fyrir Fjölni.
„Þetta var örugglega mjög leiðinlegur leikur að horfa á en það sem skiptir máli er að við skorum mark, ekki þeir og það er nóg til þess að vinna fótboltaleik.“
„Uppleggið var í raun bara að vera þéttir og leyfa þeim að vera með boltann og sækja svo hratt á þá.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.