Albert Brynjar Ingason, leikmaður Fylkis, var ánægður með sigur liðsins á Þór í dag í fyrstu umferð Inkasso-deildarinnar.
,,Mér fannst fyrri hálfleikurinn betri en seinni, það kom daufur kafli fyrstu 20 mínúturnar í seinni en við héldum skipulagi og þeir voru ekki að búa sér til nein færi,“ sagði Albert.
,,Við vorum bara vel gíraðir. Þeir eru með sterkt lið og eru baráttuglaðir en við mættum þeim þar og höfðum trú á okkar gæðum.“
,,Að sjálfsögðu ætlum við að vera í toppbaráttunni, það vilja öll lið. Við einbeitum okkur bara að klisjunni að taka einn dag í einu.“
,,Ég er búinn að ná undirbúningstímabilinu. Ég náði því ekki í fyrra og þar á undan var ég meiddur allt sumarið. Þetta er í fyrsta sinn í tvö og hálft ár sem ég næ heilu undirbúningstímabili.“