,,Það er tilhlökkun,“ sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson miðjumaður Fylkis um komandi sumar í 1. deild karla.
1. deild karla byrjar að rúlla um helgina og Þór mætir í heimsókn í Lautina.
,,Ég er orðinn þreyttur á að hlusta á ykkur (Fjölmiðlamenn) og tala um að byrja, mig langar bara að byrja þetta. Á endanum snýst um þetta hvað við gerum á vellinum, ekki hvað er talað inn í klefa eða á 365 eða hvað sem þetta heitir.“
Fylkismönnum er spáð beint aftur upp í Pepsi deildina en liðið féll úr henni síðasta haust.
,,Ég er orðinn þreyttur á að tala um þetta og spáin skiptir mig ekki neinu máli. Hugarfarið sé þannig að við skiljum allt eftir á vellinum, það er það eina sem gildir. Það kemur í ljós í lok sumars hvar við stöndum.“
Viðtalið er í heild hér að ofan og neðan.