„Þetta var klárlega ekki það sem við ætluðum okkar, að tapa þremur stigum hérna í dag,“ sagði Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks eftir 3-1 tap liðsins gegn KA í dag.
Það voru þeir Darko Bulatovic, Elfar Árni Aðalsteinsson og Ásgeir Sigurgeirsson sem skoruðu mörk KA í leknum en Andri Rafn Yeoman minnkaði muninn fyrir Blika í stöðunni 3-0.
„Við vorum seinir og ekki tilbúnir í þessa baráttu. Við vorum ekki að mæta í einvígi. Ég hef í raun engin svör af hverju við vorum svona slakir en við verðum að vera grimmari ef við ætlum að gera eitthvað í sumar.“
„Það var ekkert í leik KA sem kom okkur á óvart. Við bjuggumst við því að þeir myndu liggja tilbaka. Þeir skora snemma og við náum einhvernvegin aldrei að jafna okkur eftir það.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.