Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var ánægður með sína menn eftir 2-0 sigur á Víkingi Ólafsvík í kvöld.
,,Ég er fyrst og fremst ánægður með þrjú stig og að halda markinu okkar hreinu það var mjög gott,“ sagði Ólafur.
,,Við fengum nokkur færi áður en við skoruðum fyrsta markið og maður hélt að það yrði eitthvað basl á þessu en svo datt það inn.“
,,Við spiluðum fínan leik í dag. Við spiluðum við Ólsarana fyrir þremur vikum og það kom svosem ekkert á óvart.“
Ólafur var svo spurður út í framherjann Patrick Pedersen sem er orðaður við endurkomu til félagsins.
,,Nei nei, það er kjaftæði, algjört kjaftæði,“ sagði Ólafur er hann var spurður út í málið.