Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, var ánægður með sína menn á köflum í kvöld eftir 4-2 tap gegn FH í kvöld.
Gulli tjáði sig einnig um Böðvar Böðvarsson, leikmann FH og vill meina að hann hafi átt að fá rautt spjald fyrir óíþróttamannslega hegðun.
,,Við byrjuðum þennan leik skelfilega og það var eitt lið á vellinum í korter en það var sterkt að ná marki og jafna leikinn,“ sagði Gunnlaugur.
,,Við gerum svo frábært annað mark og þess vegna er svekkjandi að fá jöfnunarmarkið svo fljótt eftir.“
,,Við byrjuðum seinni hálfleikinn mjög vel og fáum geggjað færi til að komast í 3-2 en mörk þrjú og fjögur voru frekar ódýr.“
,,Böðvar fær gult spjald og tveimur mínútum síðar keyrir hann Þórð niður og það heyrist öskrað á bekknum frá FH-ingum að hann ætti að róa sig og haga sér. Það er með ólíkindum að fjórir starfsmenn KSÍ og dómarar skildu ekki taka eftir þessu.“