Tryggvi Hrafn Haraldsson,leikmaður ÍA, var að vonum svekktur í kvöld eftir 4-2 tap gegn FH en Tryggvi skoraði bæði mörk ÍA í tapinu.
,,Óþarfa mörk sem við fáum á okkur. Við vorum orðnir þungir, völlurinn gegnum blautur útaf rigningu síðustu daga og þeir voru í betra standi,“ sagði Tryggvi.
,,Við náðum að loka á margt hjá þeim. Fyrsta markið var soft aukaspyrna sem þarf ekki að gerast en hann klínir honum gjörsamlkega í öðru markinu.“
,,Ég er búinn að bæta mörkin síðan síðasta sumar í fyrsta leik og það er virkilega jákvætt. Ég spilaði 16 leiki sem framherji í fyrra og skoraði eitt mark. Það segir sig sjálft að maður þarf að gera betur.“