„Ég er mjög sáttur með stelpurnar en hundfúll með þessi úrslit því við áttum meira skilið,“ sagði Orri Þórðarson, þjáfari FH eftir 0-1 tap liðsins gegn Breiðablik í kvöld.
Það var Rakel Hönnudóttir sem skoraði eina mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks og lokatölur því 1-0 fyrir Blika sem byrja mótið á sigri.
„Markmaðurinn hjá okkur er alvöru. Hún er sterk, með mikinn stökk kraft og gríðarlega lipur. Við erum með þrjá miðverði sem eru meiddir og þess vegna spilaði Megan Dunnigan þarna í dag.“
„Jákvæðu punktarnir eru gott skipulag, mikil vinnusemi, mikil barátta, FH hjartað og í seinni hálfleik fannst mér við spila góðan sóknarleik, sköpuðum okkur tvo góð færi en við vorum að reyna þrýsta boltanum inn í svæðið í staðinn fyrir að róa bara og bíða eftir opnun.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.