fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
433

Hannes Þór við blaðamann: Fannst þér við spila illa?

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 24. mars 2017 23:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Helgason skrifar frá Shkodër:

„Við höfum oft spilað betur en við gerðum það sem þurfti í dag,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markmaður íslenska landsliðsins eftir 2-1 sigur liðsins gegn Kosóvó í kvöld.

Það voru þeir Björn Bergmann Sigurðarson og Gylfi Þór Sigurðsson sem skoruðu mörk Íslands í leiknum en Atdhe Nuhiu skoraði mark heimamanna í leiknum.

Ísland er því komið í vænlega stöðu á nýjan leik en liðið er í öðru sæti riðilsins með 10 stig, þremur stigum minna en Króatar sem unnu Úkraínu 1-0 í kvöld.

„Þessi leikur var mjög erfiður að mörgu leyti. Þetta er flott fótboltalið sem við vorum að spila við og þeir sýndu það í kvöld að þeir eru með hörkulið. Við náum að standa þá af okkur í fyrri hálfleik.“

„Þeir pressuðu á okkur en varnarlínan hleypti þeim ekki í mörg opin færi. Þeir voru eitthvað að reyna skjóta utan af velli en hittu sjaldan á rammann en það sem mestu máli skiptir er að þeir sköpuðu ekki mikið.“

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Arteta spurður að því hvort hann ætli að bregðast við áfallinu á leikmannamarkaðnum

Arteta spurður að því hvort hann ætli að bregðast við áfallinu á leikmannamarkaðnum
433
Fyrir 2 dögum

Valdi hóp til æfinga á nýju ári

Valdi hóp til æfinga á nýju ári
433Sport
Fyrir 2 dögum

Víkingur kaupir Stíg frá Ítalíu

Víkingur kaupir Stíg frá Ítalíu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þungt högg fyrir Arsenal

Þungt högg fyrir Arsenal