fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
433

Arnór Ingvi tróð puttunum í eyru sín

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 3. apríl 2018 09:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elfsborg tók á móti Malmö í sænsku úrvalsdeildinni gær en leiknum lauk með 2-1 sigri gestanna. Matthias Svanberg kom heimamönnum yfir snemma leiks en Viktor Prodell jafnaði metin fyrir Elfsborg stuttu síðar.

Það var svo Arnór Ingvi Traustason sem skoraði sigurmark leiksins á 24. mínútu og lokatölur því 2-1 fyrir Malmö. Arnór Ingvi var í byrjunarliði Malmö í dag en var skipt af velli á 86. mínútu.

Það vakti athygli þegar Arnór fagnaði að hann tróð puttunum í eyru sín.

,,Þetta var fyrir mig, ég hef fengið mikla gagnrýni síðustu ár. Ég hef slökkt á því og hlusta á sjálfan mig,“ sagði Arnór Ingvi sem fann sig ekki hjá Rapíd Vín eða AEK Aþenu.

,,Núna er ég í standi og er með sjálfstraust, það hefur aukist eftir að ég kom til Malmö. Þetta er frábært“

,,Það er fólk sem gagnrýnir, ég þekki mig sjálfan og líka mitt fólk. Mitt fólk styður mig alltaf, ég hef slökkt á þessu og skutlað þessari gagnrýni í ruslið.“

Arnór er að berjast um sæti í HM hópi Íslands en góð frammistaða með Malmö ætti að tryggja það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hvaða skilaboð var stjarnan að senda í gær? – ,,Ég er nokkuð viss um að hannn hafi gert grín að okkur“

Hvaða skilaboð var stjarnan að senda í gær? – ,,Ég er nokkuð viss um að hannn hafi gert grín að okkur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Besta deildin: ÍA fékk skell gegn botnliðinu

Besta deildin: ÍA fékk skell gegn botnliðinu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Morata að skrifa undir hjá enn einu stórliðinu

Morata að skrifa undir hjá enn einu stórliðinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Staðfesta brottför hans frá Arsenal

Staðfesta brottför hans frá Arsenal
433Sport
Í gær

Sverrir á leið aftur til Grikklands

Sverrir á leið aftur til Grikklands
433Sport
Í gær

Sverrir sagður í skrýtinni stöðu – „Það hefur eitthvað súrnað, það er eitthvað í gangi“

Sverrir sagður í skrýtinni stöðu – „Það hefur eitthvað súrnað, það er eitthvað í gangi“