Strákarnir í U21 biðu lægri hlut gegn Írum í vináttulandsleik sem fram fór í Dublin í gær, Lokatölur urðu 3 – 1 fyrir heimamenn, sem leiddu 2 – 0 í leikhléi.
Heimamenn fengu svokallaða óskabyrjun þegar þeir komust yfir strax á fyrstu mínútu leiksins. Þeir bættu svo við marki skömmu fyrir leikhlé og leiddu þv´´i með tveimur mörkum þegar gengið var til búningsherbergja. Stefán Alexander Lubicic, minnkaði muninn á 63. mínútu með góðu marki eftir laglega sókn. Íslenska liðið sótti töluvert, sérstsaklega í síðari hálfleik en það voru Írar sem áttu lokaorðið í uppbótartíma.
Leikurinn var undirbúningur fyrir leik gegn Norður Írum í undankeppni EM sem fram fer á þriðjudaginn. Með sigri í þeim leik geta Íslendingar skotist upp fyrir Norður Íra í annað sæti riðilsins en Spánverjar eru í efsta sæti með fullt hús stiga.
Aron Már Brynjarsson var í byrjunarliði Íslands í leiknum og vakti það nokkra athygli.
Aron er án félags en hann er hægri bakvörðurinn lék í Írlandi í gær.
Hann var á mála hjá Malmö í Svíþjóð en leitar sér nú að nýju félagi.