Kolbeinn Sigþórsson framherji Nantes og Íslands er mættur aftur í íslenska landsliðið eftir tæpa tvegga ára fjarveru.
Framherjinn hefur ekki spilað með landsliðinu síðan á EM í Frakklandi en er mættur aftur.
Kolbeinn kom til liðs við landsliðið í Bandaríkjunum í upphafi vikunnar en hann getur líklega ekkert spilað gegn Mexíkó á föstudag. Fótbolti.net segir frá.
„Ég þarf að hvíla í nokkra daga en vonandi get ég náð þeim leik. Annars er ég ekki að setja pressu á mig að spila þann leik. Vonandi næ ég einhverjum mínútum gegn Perú (næsta þriðjudagskvöld) en við verðum bara að sjá hvernig það verður,“ segir Kolbeinn við Fótbolta.net.
Kolbeinn hefur spilað tvo leiki með varaliði Nantes eftir að hann snéri aftur en framherjinn var einn besti leikmaður landsliðsins fyrir meiðsli.