fbpx
Miðvikudagur 09.apríl 2025
433

U21 hópurinn – Átta nýliðar

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 16. mars 2018 14:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem leikur gegn Norður Írlandi og Írlandi 22. og 26. mars næstkomandi.

Albert Guðmundsson og Samúel Kári Friðjónsson spila einungis leikinn gegn Norður Írlandi, en þeir eru báðir í hóp A landsliðs karla fyrir leikinn gegn Mexíkó.

Í hópnum eru átta nýliðar, sem eru einnig gjaldgengir í næsta U21 lið.

Þeir eru Daði Freyr Arnarsson, Arnór Sigurðsson, Arnór Breki Ástþórsson, Guðmundur Andri Tryggvason, Kristófer Ingi Kristinsson, Kolbeinn Birgir Finnsson, Stefan Alexander Ljubicic og Torfi Tímoteus Gunnarsson.

Leikurinn gegn Írlandi fer fram á Tallaght vellinum 22. mars og er um að ræða vináttuleik.

Leikurinn gegn Norður Írlandi fer fram á The Showgrounds 26. mars, en hann er liður í undankeppni EM 2019.

Írland og Ísland hafa mæst tvisvar áður og hefur Ísland unnið báða leikina 1-0.

Norður Írland og Ísland hafa mæst sex sinnum. Ísland hefur unnið fjóra leiki, Norður Írland einn og einn leikur hefur endaði með jafntefli. Stærsti sigur Íslands á Norður Írum var einmitt á Showgrounds vellinum og fór hann 6-2. Mörkin skoruðu Alfreð Finnbogason, Aron Einar Gunnarsson, Bjarni Þór Viðarsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Rúrik Gíslason.

Hópurinn:
Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík)
Aron Snær Friðriksson (Fylkir)
Daði Freyr Arnarsson (Vestri)
Albert Guðmundsson (PSV)
Alfons Sampsted (Norrköping)
Hans Viktor Guðmundsson (Fjölnir)
Óttar Magnús Karlsson (Molde)
Júlíus Magnússon (Heerenveen)
Tryggvi Hrafn Haraldsson (Halmstad)
Samúel Kári Friðjónsson (Valerenga)
Felix Örn Friðriksson (ÍBV)
Orri Sveinn Stefánsson (Fylkir)
Grétar Snær Gunnarsson (FH)
Ari Leifsson (Fylkir)
Aron Már Brynjarsson
Mikael Neville Anderson (Vendsyssel)
Arnór Sigurðsson (Norrköping)
Arnór Breki Ásþórsson (Fjölnir)
Guðmundur Andri Tryggvason (Start)
Kristófer Ingi Kristinsson (Willem II)
Kolbeinn Birgir Finnsson (Groningen)
Stefan Alexander Ljubicic (Brighton)
Torfi Tímoteus Gunnarsson (Fjölnir)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ótrúlegar senur í Laugardalnum – Skelfilegt sjálfsmark og þrenna Karólínu

Ótrúlegar senur í Laugardalnum – Skelfilegt sjálfsmark og þrenna Karólínu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Chelsea hefur ekki lengur áhuga á Osimhen – United sagt skoða málið

Chelsea hefur ekki lengur áhuga á Osimhen – United sagt skoða málið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ein breyting á liði Íslands

Ein breyting á liði Íslands
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bann Arons þyngt en Gylfa ekki

Bann Arons þyngt en Gylfa ekki